GRASFÓÐRAÐ NAUTAKJÖT

Kostirnir við grasfóðrun eru ótvíræðir fyrir gripina. Með grasfóðrun fá þeir það fóður sem er þeim náttúrulegt en nautgripir eru grasbítar og jórturdýr. Melting þeirra er því sérhæfð fyrir grasfóðrun. Fóðrun á náttúrulegu fæði gripanna er talið auka heilbrigði dýranna til muna.

Fyrir neytandann eru kostirnir líka ótvíræðir, samkvæmt rannsókn sem var gerð af Rowett rannsóknarstofnuninni í Aberdeen, kom í ljós að grasfóðrað nautakjöt hafði sömu jákvæðu áhrif á heilsu manna og neysla á fiski. Ástæðan: grasfóðrað nautakjöt er ríkt af Omega-3 fitusýrum.


Grasfóðrað nautakjöt hefur lágt hlutfall af mettuðum fitusýrum. Það er hinsvegar ríkt af Omega-3 fitusýrum (sem hafa góð áhrif á hjartað) og andoxunarefnunum A og E. Í grasfóðruðu nautakjöti er einnig meira af CLA (conjugated linoleic acid) fitusýrum en í hefðbundnu nautakjöti. CLA hefur verið rannsakað ítarlega og hefur sýnt fram á að neysla þess dregur úr æxlismyndun og er mjög góð krabbameinsvörn.

Af hverju er grasfóðrað gott fyrir þig?

Grasfóðrun hefur kosti sem hafa áhrif á heilsu þína og líðan.

Bragðmikið kjöt með lítið fituinnihald þ.a.l. lægra innihald hitaeininga .

Hagstætt hlutfall omega3 og omega6 (1 omega3 á móti 2 omega6.) Í kornfóðruðum gripum er hlutfallið óhagstæðara 1 omega3 á móti14 omega6. Sýnt hefur verið fram á að neysla omega 3 dregur úr líkum á hjartasjúkdómum og að of mikið af omega 6 stuðlar að offitu.

Grasfóðrað nautakjöt inniheldur fjórum sinnum meira af E vítamíni en „hefðbundið“ nautakjöti.

Einnig ríkara af A vítamíni og B vítamínunum thiamin og riboflavin en hefðbundið nautakjöt.

Einungis afurðir af grasfóðruðum gripum innihalda CLA fitusýrur . CLA fitusýrurnar draga úr líkum á krabbameini og eru þ.a.l. mikilvægar forvarnir.

Grasfóðun er náttúruleg leið til að koma gripum í sláturstærð. Það er ekkert verið að stytta sér leið til að koma vörunni „eins fljótt og ódýrt og hægt er“ á markað.