KÚLOTTUSTEIK Í OFNI

Helsti kosturinn við þessa steik er bragðið, það er hreint frábært. Best er að eiga ekkert við kjötið með einhverjum marineringum eða hjúpum því það er svo gott bragð af kjötinu sjálfu.

  • 1 Kúlottusteik, c.a 1 Kg. (skera má smá krossmunstur í fituna, ef fitan er nóg þykkt og það er ekki búin að gera það áður)
  • Flögusalt
  • Kjöthitamælir

Aðferð:

Takið kjötið nógu snemma úr kæli (1-2 klst.)til að það hafi náð stofuhita áður en það er eldað.

Hitið ofninn í 200°c.

Setjið kjötið beint inn í ofn með kjöthitamælinn í miðjunni. Það er langbest að nota kjarnhitamæli til að steikin heppnist sem best, "medium rare". En munið að kjötið á eftir að halda áfram að eldast eftir að þið takið það út úr sjóðandi heitum ofninum þannig að ef að þið vilið hafa steikina "medium rare" þá takið þið hana út í 48°c. Það tekur u.þ.b. 30 mínútur.

Stráið flögusalt yfir og leyfið steikinni að hvíla á borði með viskustykki eða álpapír yfir (Hafið álpappírinn ekki of þétt, annars myndast gufu, og við viljum að fitan sé fallega stökk - bara leggja létt yfir). Hvílið Kúlottusteikina í amk 20 mínútur.

Við þetta slaknar á öllum safanum inn í kjötinu og hann rennur aftur inn í kjötið og það verður mun safaríkara. Skerið steikina þvert á vöðvaþræðina í þunnar sneiðar (best er að snúa steikinni aðeins á hvolf til að sjá hvernig þræðirnir liggja).

Njótið til dæmis með steiktum kartöflum og Trufflumayo.