VERSLUN

Verslunin á Hálsi opnaði formlega þann 11. april 2009. En allt frá árinu 2004 hafa við selt stóran hluta af því nautakjöti sem framleitt er á býlinu beint til neytenda og þá í einum fjórða eða hálfu nauti. Sú ákvörðun að selja beint til neytenda réðist aðallega af metnaði fyrir eigin framleiðslu en einnig vegna lágs afurðaverðs frá afurðastöð. Það voru margir búnir að spyrja hvar væri hægt að kaupa kjöt af holdagripum eins og þeim sem voru og eru á búinu. Satt að segja höfðum við ekki hugmynd um það, við sendum í sláturhús og svo fór kjötið okkar bara í hítina.

Þróunin varð svo sú að fólk vildi kaupa í minni skömmtum. það geta ekki allir tekið við 40-60 kg af nautakjöti í einu, en það er ca ¼ af nauti. Það var því lítið annað að gera en að mæta þeirri eftirspurn og koma upp aðstöðu til að afhenda kjötið. Og þá hættum að selja 1/4 og 1/2

Við erum ánægð með það sem er á boðstólum í versluninni okkar, við erum búin að leggja mikla vinnu og alúð í afurðirnar og teljum að þær séu í miklum gæðum.

Okkur finnst að það sé neytendum í hag að þessi möguleiki sé fyrir hendi að geta keypt beint frá bónda því þar eru frumframleiðendur með mikla þekkingu og eftirsóknarverða og sérstaka vöru í boði.