HOLDANAUT

Við framleiðum kjöt af holdagripum, holdagripir eru sérstaklega ræktaðir til kjötframleiðslu.

Holdakýrnar eru úti meirihluta ársins, þær bera að vori til og ganga kálfarnir undir mæðrum sínum í u.þ.b. átta mánuði. Þessir átta mánuðir eru mjög mikilvægir því þeir leggja grunn að úrvals nautakjöti, þar sem kálfarnir þroskast við kjöraðstæður úti í náttúrunni.

Eftir þessa átta mánuði eru kálfarnir teknir undan mæðrum sínum og hefst innistaða þar sem kálfarnir eru aldir á heyi þar til sláturstærð er náð. Að meðaltali eru gripirnir felldir við tuttugufjögurra mánaða aldur.

Gripirnir eru felldir í viðurkenndu sláturhúsi við bestu möguleg skilyrði. Eftir að skrokkarnir hafa fengið viðeigandi tíma til meyrnunar (þurrmeyrnunar, sem veldur því að vökvainnihald kjötsins minnkar) eru þeir svo úrbeinaðir í kjötvinnslustöð.

Nautakjötið frá okkur hefur þá sérstöðu, að kjötið er hrein náttúruafurð. Það eru engin íblöndunar efni sem auka vatnsbindingu eða valda falskri þyngdaraukningu.

Nautakjöt er í eðli sínu dýrt. Það er dýrt að ala nautgrip upp í sláturstærð. það því nauðsynlegt fyrir fólk að finna sér kjötsala sem það getur kynnst og treyst vegna þess að Það er mikilvægt fyrir neytandann að vita hvaðan gripurinn er, hvernig hann var fóðraður og alinn, svo hann geti gengið að gæðunum vísum. Við viljum að gott hráefni sé öllum aðgengilegt.

Viljir þú kaupa úrvals nautakjöt þá verslar þú það milliliðalaust beint frá bónda það tryggir gæðin .