Við erum eingöngu með Galloway ungneyti til sölu en það er kjöt af Gallowaygripum (nautum eða kvígum) sem eru yngri en 30 mánaða. Það kemur fyrir að okkur þyki kýr, sem einhverra hluta vegna þarf að fella, séu það girnilegar, að við bjóðum þær til sölu. En það er þá tekið sérstaklega fram í versluninni.

Skrokkarnir hanga í tvær vikur á beini og við frystum allt kjöt þegar rúmlega þrjár og ekki meira en fjórar vikur eru liðnar frá slátrun. Allt kjöt sem er ferskt og ófrosið til sölu hjá okkur hefur aldrei frosið og allt frosið kjöt hefur bara frosið einu sinni.

Hjá okkur er hver gripur unninn fyrir sig og er ekki um neina blöndun að ræða þ.e. í gúllas eða hakkpakka er bara kjöt af einum grip: Ef gripurinn er feitur þá er hakkið feitara en venjulega. Við erum stolt af hakkinu og hamborgurunum okkar og fáum alltaf góð viðbrögð við því, það er 100% hreint (algerlega án allra aukaefna), bragðgott og rýrnar ekki við eldun.

Við erum smáframleiðendur og höfum ekki úr ótakmörkuðu magni af gripum að velja þ.a.l. er ekki allt til alltaf

Skurðirnir sem við bjóðum upp á eru allstaðar að úr heiminum við erum ekki með neina eina aðferð hvernig kjötið er unnið og það eru ekki allir gripirnir unnir eins. Sumir bitar eru dæmigerðir fyrir Frakkland eða Sviss meðan aðrir eru dæmigerðir fyrir Bandaríkin eða Bretland.