CARPACCIO

(fyrir fjóra í forrétt)

Innihald:

  • Ca. 280-400 grömm af Carpaccio (ca. 70-100 grömm á mann sem forréttur)
  • Parmesan, gróft rifinn
  • Klettasalat
  • Truffluolía
  • Flögusalt


Takið Carpaccio diskinn úr frysti, u.þ.b 45 mínútum-1klst. áður til að þýða upp.

Færið sneiðarnar varlega yfir á annan disk, ca. 70gr á mann.

Sneiðarnar eiga að skarast. Dreifið klettasalatinu, parmesan ostinum og saltinu á kjötið, þannig að það lítur fallega út

Dreifið olíunni yfir eftir smekk.

Einfalt og ljúffengt.