SALTIMBOCCA ALLA ROMANA

(Á ítölsku: "Hoppa inn í munninn")


Það sem þarf:

Látið kjötið ná stofuhita.

Forhitið ofninn og einn ofndisk á 80 gráður (án blásturs).  Leggið parma skinkusneið og salvíulauf á smásteikina og festið með tannstöngli. Veltið einni hlið upp úr hveiti.

Steikið smásteikurnar í 2 msk. af smjöri og smá skvettu af ólífuolíu á báðum hliðum í 1-2 mínútur á hvorri hlið.  Hliðina með parmaskinkunn fyrst og síðan hliðina með hveiti. Ef við notum smá ólífuolíu með smjöri, er minni líkur að því að smjörið brennur. Kryddið steikurnar með salti og pipar og setjið þær síðan í volgan ofn til að geyma, þar til að sósuna verður tilbúin.

Losið um það sem eftir verður á pönnunni með hvítvíninu og hrærið í nokkrar mínútur uns soð hefur myndast og bætið þá við restinni af smjöri. Sósan á aðeins að þykkast upp þegar smjöri er bætt út í, látið malla í nokkrar mínútur.  Smakkið til með pipar og salti. Setjið smásteikurnar aftur á pönnuna og berið fram.

Klassísk meðlæti er Safranrisotto en þetta er líka gott t.d með steiktum rósmarín kartöflum.

Einfald og ljúffengt suðurlenskt!  Gott fyrir matarboð þar sem hráefnið er ekki of dýrt og það er falleg fyrir augun.