Tíu ástæður fyrir að versla hjá okkur á Hálsi.
1) Gripirnir eru 100% grasfóðraðir frá fæðingu til slátrunar.
2) Ungneytakjöt, holdagripir (Angus/Galloway), eingöngu gripir sem flokkast í hæsta gæðaflokk.
3) Þú veist hvað þú kaupir/borðar og hvaðan það kemur.
4) Þú kaupir beint frá framleiðanda, engir milliliðir.
5) Það skapast traust milli neytenda og framleiðenda.
6) Við framleiðum og seljum vöruna sjálf þ.a.l. vitum við allt um vöruna.
7) Þú færð persónulega ráðgjöf og þjónustu.
8) Framboð á vöðvum er einstakt, við leggjum okkur fram við að uppfylla óskir kaupenda.
9) Þú styrkir nærumhverfi þitt.
10) Beitarbúskapur sem þýðir að kálfarnir ganga undir mæðrum sínum.