GRASFÓÐRAÐ NAUTAKJÖT
Kostirnir við grasfóðrun eru ótvíræðir fyrir gripina. Með grasfóðrun fá þeir það fóður sem er þeim náttúrulegt en nautgripir eru grasbítar og jórturdýr. Melting þeirra er því sérhæfð fyrir grasfóðrun. Fóðrun á náttúrulegu fæði gripanna er talið auka heilbrigði dýranna til muna.
Fyrir neytandann eru kostirnir líka ótvíræðir, samkvæmt rannsókn sem var gerð af Rowett rannsóknarstofnuninni í Aberdeen, kom í ljós að grasfóðrað nautakjöt hafði sömu jákvæðu áhrif á heilsu manna og neysla á fiski. Ástæðan: grasfóðrað nautakjöt er ríkt af Omega-3 fitusýrum.