Nautaragout hægeldað í rauðvíni
ATH: Undibúningur: 5 dögum áður !
Hráefnið:
1.5 kg. Ragout (úr Bógvöðva eða frammhrygg “Chuck”)
500gr. Gulrætur
500-600 gr. Sellerírót
4 Laukar
Tímian ferskt
Lárviðarlauf,
1 líter Rauðvín (td. Merlot)Piparkorn svört
1-2 dl. Aceto Balsamico Edik
Fyrir Marineringu:
1l Rauðvín)
0.5 dl Aceto Balsamico Edik
Ca. 200 gr. Sellerírót, skorin í kubba
1 Gulrót, skorinn í bita
1 Laukur
8 Negull
3-4 Lárviðarlauf
2 tsk. Svört piparkorn
3-4 Tímiangrein fersk
! Kanillstöng (valkostur)
Setjið allt saman í stóra skál, vínið þarf að þekja alla kjötbita. Setijð lok á og látið marinerast í 5 daga inn í ískáp. Það er gott að hræra aðeins tveggja daga fresti.
Sigtið grænmetið frá og látið Marineringuna að sjóða upp í nokkrar mínútur. Fjarlægið froðuna sem myndast og setijð marineringu í skál/pott til hliðar. Við notum það seinna til að búa til sósu.
2. Undirbúa :
- 400gr. Gulrætur, skornar í sneiðar (grófar)
- 300gr. Sellerírót, skorin í kubba (ath. Það má líka nota Steinseljarót- fæst í krónunni)
- Ca. 3 Laukar, 2 skornir í sneiðar og 1 lauk í 4 bita
- nokkrar ferskt Tímiangreinar
- Salt og Pipar
- 2 Msk. Aceto Balsamico Edik
3. Þurkið kjötbitana með Eldhúspappír og steikijð bitana gullbrúna á báðum hliðum. Ekki setja of marga bita í steikingarpottinn í einu, annars myndast gufa og við sjóðum kjötið í staðinn fyrir að steikja! Það er gott að hafa smá bil á milli bitana. Það tekur smá tíma en er míkilvægt skref, því að svona búum við til grunn fyrir bragðið á kássunni. Ég nota yfirleitt tvo steikingarpotta í einu, til að flýta aðeins fyrir.
4. Fjarlægið kjötið úr steikingarpönnunni of setjið til hliðar. Setijð smá Olífuolíu eða smjör í sömu pönnu og steikið grænmetið ásamt tímiani nokkrar mínútur. Hellið Aceto Balsamico ofaní og svo marineringu líka. Skrapið vel botninn á pönnunni með sköfu, núna myndast grunnurinn fyrir bragðgóða kássu. Núna fara kjötbitarnir aftur inn. Smakkið til með salt og pipar.
5. Þetta þarf að hægeldast í ofninum á 150 gráðum (án blásturs) í ca. tvo klukkutíma. Hrærið aðeins í pottinum eftir hálftíma.
6. Þegar kjötið er orðið mjúkt takið það út og setijð til hliðar og sömuleiðis svona ca. helminginn af grænmetinu og setijð allt til hliðar í skál. Mæliið svona ca. 2-4 dl af maríneringu sem á að vera í pottinum núna. Ef það er meira má hella það í bolla og geyma til seinna. Núna megið þið fjarlægja allt kryddið því að núna getið þið nota töfrasprota til að búa til sósa úr maríneringu og helminginn af grænmetinu sem eftir er í pottinum. (bætið við maríneringu, ef sósann er of þykk.)
Smakkið til með Salt og pipar. Setijð kjötið og hinn helminginn af grænmetinu aftur í pönnuna og látið það allt saman malla í nokkra mínútur.
Gott meðlæti er til dæmis:
- Trufflupasta eða Porcini- Pasta frá Tariello (fæst á Hálsi :-))
- Kartöflumús / Sellerímús
- Eða Eggjanúðlur